English

Sími 4415800

Fréttir

22. September 2017

Í þessari viku var mikil rigning og var því sérstaklega gaman að sulla í vatninu. Inni vorum við að leika í kisuleik, dansa við tónlist, byggðum úr stórum legokubbum -sumir bjuggu til skíði úr kubbunum og löbbuðu fram og tilbaka. Trampólínið vekur alltaf mikla gleði en ekki gekk að ná mynd af öllum því erfitt var að taka mynd þegar börnin voru á svo mikilli hreyfingu.
  
  

5. September 2017

10 manna hópur skellti sér í fjöruferð.Veðrið var frábært og krökkunum fannst ekkert smá gaman að leika sér od skoða fjöruna .Allir stöðu sig vel.
  
  

1. September 2017

Í þessari viku var vinsælt að leira og þurftum við alltaf að vera að bæta við stólum af því að fleiri og fleiri voru að bætast við. Við bökuðum kökur og alls konar dýr úr formum og síðast en ekki síst voru sumir spenntir fyrir að smakka smá. Við púsluðum líka mikið og fórum út að leika.