Fréttir og Tilkynningar

Niðurstöður foreldrakönnunar

Sendar voru út 150 beiðnir um þátttöku á báða foreldra. 82 gild svör bárust vegna 75 barna sem er 76% svarhlutfall sé miðað við 98 börn í leikskólanum.
 
Á myndinni sem fylgir eru tekin saman heildarsvör foreldra en einnig var svörum skipt eftir deildum sem verða nýtt í mati og umbótaáætlun deilda. Opin svör og athugasemdir foreldra fóru einnig til deildarstjóra. Áhersla í könnuninni var á þroska og nám barna. Könnunin var þannig sett fram að foreldrar gátu svarað ákveðnum fullyrðingum með mjög sammála, frekar sammála, frekar ósammála og mjög ósammála. Vegna þess hve fáir nýttu sér ósammála möguleikana er þeim slegið saman á myndinni.

Við þökkum góða þátttöku og munum halda áfram að senda út stuttar kannanir um afmörkuð efni.

Viðburðir

Vinátta - forvarnarverkefni  Barnaheilla