English

Sími 4415800

Fréttir

Jólaundirbúningur

    

2. nóvember 2017

Hópastarf í morgun. Græni hópur var í könnunarleik. Rauði hópur var frekar fámennur í dag og voru þau að púsla í Ipadnum með Irpu. Guli hópur var að mála. Á meðan Rauði og Græni hópur fóru út að leika í rignigunni var Guli hópur inni í frjálsum leik og pinnuðu.
    

17. október 2017

Hópastarf í dag. Guli hópur var í málörvun, rauði hópur í könnunarleik og græni hópur rannsakaði ljós og skugga-það var mjög skrýtið að sjá sinn eigin skugga.

  

10. október 2017

Við prófuðum að fara í hópastarf í gær. Við skiptum barnahópnum í þrjá fimm manna hópa: gula, rauða og græna hóp. Hópaskiptingin er samt ekki endanleg og gætum við fært einhver börn á milli hópa-þegar hún er orðin klár setjum við hópaskiptinguna upp í fataherberginu. Guli hópur var í málörvun, rauði hópur fór í könnunarleik og græni hópur var að mála. Guli og rauði hópur fór svo út að leika en græni hópur var inni.

   


Þetta vefsvæði byggir á Eplica