English

Sími 4415800

Fréttir

11. október 2017

Vikan 9. til 11. Oktober var viðburðarrík og skemmtileg en líka pínu strembin þar sem við vorum fáliðuð á Bóli að hluta. En..við byrjuðum að fara í hópana og fór einn hópur í gönguferð..einn að mála og tveir út að leika í góða veðrinu. Einhver veikindi gerðu vart við sig..handa munn og fótaveikin kíkti á einhver kríli og á fimmtudag og föstudag féllu mörg börn og þrír kennarar fyrir Frú Ælu! Vonandi er það allt gengið yfir og framundan frísk og skemmtileg vika.

    

29. september 2017

Heil vika flogin á vit minninganna og Bólararnir óðum að ná tökum á leikskólalífinu..Búin að vera dugleg að leika úti og inni..skoða laufin..sulla í pollunum..kubba..leira..leika með bíla..lest og alls konar dót..fara í hlutverkaleik og hringja nokkur símtöl í mömmur og oabba..púsla..syngja og hafa gaman..lítið um tár og flestir nokkuð sáttir bara. Allir dagar líflegir og fullir af skemmtilegum ævintýrum og uppákomum..þetta er rétt að byrja..

Nokkrar myndir úr vikunni..eigið dásemdar helgi og njótið þess að vera til.

 

22. september 2017

 Við höfum notið þess að vera úti í rigningunni þessa viku. Það er mikið hægt að sulla og moka. Þessar myndir voru teknar í útiveru á miðvikudaginn.

   

6. september 2017

Fyrsti dagur í aðlögun síðasta hópsins.. 4. börn að byrja og þá erum við komin með 20. börn á Ból. Spennandi vetur framundan

  


Þetta vefsvæði byggir á Eplica