English

Sími 4415800

Fréttir

15. September 2017

Umræðuefni dagsins í samverustundinni í morgun var umgengi okkar við gróðurinn og í þessu tilviki við trén okkar. Garðurinn okkar er nefnilega aðeins farin að láta á sjá og farinn að myndast pínu skörð í trjárunnunum. Eitt af því sem við ræddum var hvort það megi rífa trjágreinarnar af trjánum og var svar barnanna nei við við því. Við ræddum líka hvert hlutverk laufblaðanna væri og orðaði ég spurninguna við börnin á eftirfarandi hátt: Af hverju eru trén með laufblöð? Nokkur börn svöruðu "svo þeim yrði ekki kalt" sem er mjög rökrétt svar. Ég náði að koma því inn í umræðuna að það væri til að gefa okkur hreint loft til að anda að okkur. Þess vegna væri svo gott að hafa allar greinarnar á tjánum og laufblöðin líka. Ef ég væri barn þá þætti mér ótrúlega spennandi að tjágreinar og laufblöð sem leikefni. Sem barn verð ég líka að læra tilgang gróðursins og þar kemur hlutverk kennara og forelda þar sterkt inn í. Sjálfbærni er orðin hluti af okkar samfélagi og verðum við sem stöndum næst barninu að taka höndum saman og leiðbeina þeim í umgengni okkar við náttúruna, foreldrar og kennara. Ég mun halda áfram að taka um þráðinn í þessu samhengi og hvet ég ykkur til að taka þátt í umræðunni með börnunum ykkar. 
Til að gefa ykkur góða mynd af garðinum okkar og hvernig hann er orðinn tók ég nokkrar myndi

Takk fyrir vikuna og hafið það sem allra best um helgina

     

1. september 2017Sæl öll.
Vikan á Lundi hefur gengið vel og allir að aðlagast breyttum aðstæðum vel. Í vikunni fengu börnin að kynnast matartöflunni okkar á Lundi sem er 
fyrir framan deildina. Þegar börnin eru búin að borða hádegismatinn sinn koma þau niður á Lund og áður en þau fara inn á deild merkja þau við á töflunni hvernig þau borðuðu. Valið stendur um lítið , meðal eða vel í myndrænni framsetningu. Þarna gefst börnunum tækifæri á leggja sín lóð á vogaskálarnar með því að gera leikskóla
starfið enn sýnilegra. Að sjálfsögðu fá börnin aðstoð frá o
kkur kennurunum á Lundi við að læra á matskerfið því það er alltaf kennari við töfluna sem aðstoðar börnin og svarar ef til vill spurningum þeirra. Hægra megin við hurðina á Lund er síðan matseðill mánaðarins sem þið getið kíkt á. Gæti ekki verið hentugra. 
Einstaka foreldarar hafa spurt hvenær skipulögðu vettvangsferðirnar byrja aftur eins og var á Ósi. Í vetur verða ekki þar til gerðir vettvangsferðahópar á deildinni heldur blöndum við þessu inn í stöðvavinnu á útistöð og könnum hugmyndir barnanna hvernig þau vilja hafa útisöðina í hvert sinn. Við munum fara í ferðir um nærumhverfi leikskólans á útistöðinni í stöðvavinnunni sem verður á þriðjudögum og miðvikudögum hjá okkur í vetur. Að auki verður stöðvarnar í stöðvavinnunni skapandi stöð, leikstöð og vísindastöð. Þannig að þið sjáið að nóg verður að velja fyrir börnin í námi þeirra í leikskólanum. 
Mig langar að lokum að biðja ykkur um að passa að börnin ykkar séu ekki að koma með neitt matarkyns í leikskólann, alveg sama hvað það er. Morgunmaturinn byrjar hjá okkur klukkan hálfníu og er nóg af mat í boði fyrir öll börn leikskólans.
Við þökkum fyrir vikuna og óskum ykkur góðrar helgar.

18. ágúst 2017

Sæl öll.


Vikan hjá okkur á Lundi hefur gengið mjög vel. Veðrið hefur verið með eindæmum gott svo við nýttum það bara og vorum mikið úti. 
Mig langar aðeins að fara yfir nokkur atriði sem mikilvægt er að hafa í huga í byrjun skólaársins. Ég tók eftir því þegar börnin klæddu sig út að það eru ansi mörg sem eru ekki með fatnaðinn sinn merktan. Ég verð að biðja ykkur um að merkja allt vel og vandlega því það er algerlega á ábyrgð foreldra að merkja fatnað. Ef fatnaðurinn er merktur auðveldar það okkur að setja fötinn á réttan stað í rétt hólf og þá týnist ekkert. Ef fatnaður barnanna ykkar blotnar í útiveru þá er hann settur í þurrkskápinn og er pottþétt þar í lok dagsins. Kíkið endilega þar ef þið saknið einhvers úr hólfum barnanna ykkar. Verið svo endilega duleg að fylla á fatnað svo allir séu nú með auka og góð útiföt og upplifi útiveruna á góðan máta. 
Þegar þið komið á morgnanna með börnin ykkar í leikskólann verðið þið að fylgja þeim alla leiðina inn á Lund. Ekki skilja við þau í hurð fataherbergisins, komið með þau alla leiðina inn á deild því það skapar öryggi hjá barninu ykkar sem er mikilvægt í byrjun dags. Kennarar taka síðan á móti börnunum með hlýju og bros á vör. 
Í vetur byrjar starfið hjá okkur klukkan níu með samverustund og þurfa börnin að vera komin fyrir þann tíma. Ástæðan fyrir því er að við förum alltaf yfir daginn í samverustundinni og hvað við erum að fara að gera, ræðum saman og sköpum huggulegt andrúmsloft. Slíkt skapar hið umrædda öryggi hjá börnunum og er það ekki það sem við viljum? Ímyndið ykkur að þið eigið að vera mætt á fund klukkan níu en mætið seinna og missið af áherslum fundarins. Hvernig upplifun er það? 
Eru ekki allir með þetta á hreinu?

Við óskum ykkur góðrar helgar og þökkum fyrir vikuna. 


Lesa meira


Þetta vefsvæði byggir á Eplica