English

Sími 4415800

Fréttir

25. október 2017

Í dag ákváðum við á Ósi að nýta okkur að Kópavogsskóli er í vetrarfríi, til þess að kynnast nýju leiktækjunum á skólalóðinni. Við lögðum að stað kl 10 og gengum á áfangastað. Við sáum gröfu á leiðinni. Eftir góðan leiktíma var svo tekinn strætó heim í hádegismat.
   
   

19. október 2017

Í september þegar náttúran skrýddist sínum gylltu og rauðu litatónum fóru börnin á Ósi út að safna laufblöð um og tína blóm í vettvangsferðum.Blöðin og blómin voru þurrkuð.Eftir að hafa sett grunnin á blöðin með Royal búðing . Í dag var komið að því að skreyta verkin með hinum litríku safnagripum á meðan hinir fóru á bókasafn.

   
18. október 2017

Í gær og í dag héldum við áfram að mála með Royal súkkulaði og vanillubúðing. Sumir máluðu rosalega varlega og potuðu rétt svo einum fingri á blaðið sumir þorðu ekki að setja fingurnar ofaní búðingin, og enn aðrir settu fingur og hendur beint ofaní og máluðu bæði á blaðið og sjálfa sig. Síðast en ekki síst var spennandi að smakka.
  

11. október 2017

Í dag bjuggu fimm börn til Royal súkkulaðibúðing sem þau svo notuðu fyrir málningu. Þau máluðu með fingrunum og auðvitað smökkuðu þau líka (sumir meira en aðrir). Við ætlum að halda áfram að vinna með þetta verkefni og bæta efni úr náttúrunni við til að búa til haustlistaverk. 
  Þetta vefsvæði byggir á Eplica