English

Sími 4415800

Fréttir

Sveitaferð sunnudaginn 17  maí 2015

Ákveðið hefur verið að bjóða upp á sveitaferð sunnudaginn 17. maí. Farið verður á Grjóteyri í Kjós.

 Allir verða að taka með sér nesti og leikskólinn mun svo bjóða upp á köku fyrir alla. Það er grill á staðnum.

 Það verður hægt að fara með rútu og mun foreldrafélagið borga fyrir leikskólabörnin í rútuna og heimsóknina. Eldri systkini, ömmur og afar, frændur og frænkur eru að sjálfsögðu velkomin með. Það er mæting í rútuna kl. 9:15. Áætlað er að koma að Grjóteyri kl. 10:00, áætluð heimkoma er 13:30.

 Verð (fyrir aðstandendur):

1500 kr. Rúta og Grjóteyri

500   kr. Grjóteyri

 Það er einfaldast að greiða með millifærslu. Reikningsnúmer foreldrafélagsins er 322-26-1010 og kennitalan er 681099-2639. Vinsamlegast látið nafn barns fylgja með sem skýringu.

 Við viljum biðja ykkur vinsamlegast um að skrá ykkur í ferðina fyrir þriðjudaginn 12.maí og vinsamlegast takið fram hvort þið hyggist fara með rútunni eða ekki svo hægt sé að panta nægilega stóra rútu fyrir hópinn. Rútan verður með þriggja punkta belti.

 Samningaviðræður standa yfir við veðurguðina um að hafa gott verður þennan dag og því er þetta upplagt tækifæri til að gera sér glaðan dag í vorblíðu (vonandi) í sveitinni.


     


Þetta vefsvæði byggir á Eplica