English

Sími 4415800

Fréttir

Skipulagsdagar

21.4.2015Nú er að koma að námsferð kennara og starfsfólks í Marbakka til Brighton.   Við fljúgum út á morgun miðvikudaginn 22. Apríl kl. 08:00.  Í námsferðinni ætlum við að fræðast um Numicon stærðfræðikubba og síðan í  heimsóknir í  Reggio leikskóla þar sem við ætlum að kafa enn dýpra í Reggio hugmyndafræðina.  


Á bak við numicon stærðfræðikubbana liggur heilmikil hugmyndafræði og hafa kennarar í Marbakka verið mjög áhugasamir í lengri tíma að nota kubbana í stærðfræðinámi barnanna.  


Leikskólinn er lokaður á miðvikudag og föstudag en samkvæmt skólanámskrá Marbakka er skipulagsdagur báða dagana.  Við opnum aftur 7.30 á mánudagsmorgun endurnærð og uppfull af skemmtilegum hugmyndum um það sem við fræddumst um í námsferðinni. 


Við þökkum ykkur fyrir stuðning í fjáröflun okkar á skólaárinu og erum mjög þakkalát öllum þeim stuðning sem við höfum fundið og fengið frá ykkur.

 

Kveðjur starfsfólk MarbakkaÞetta vefsvæði byggir á Eplica