English

Sími 4415800

Fréttir

Útskrift elstu barna

21.5.2015

   
   

Útskrift elstu barna leikskólans  Marbakka var haldin í safnaðarheimili Kópavogs miðvikudaginn 20 maí.  Að þessu sinni voru 19 börn í útskriftarhópnum, ellefu stúlkur og 8 drengir.  Börnin buðu fjölskyldum sínum í skemmtilega útskriftarveislu.  Athöfnin hófst á því að börnin sungu nokkur lög fyrir gestina við undirleik Þóru Marteinsdóttur og dönsuðu svo hringdans sem þau voru búin að vera að æfa.  Fríður leikskólastjóri og Irpa aðstoðarleikskólastjóri  afhentu börnunum útskriftarskjal og rós og Þorbjörg deildarstjóri færði börnunum veglega ferilmöppu þar sem leikskólagöngu þeirra í Marbakka var gerð góð skil allt frá upphafi.  Að athöfninni lokinni var haldin veisla sem foreldrar og leikskólinn höfðu undirbúið.  Víð óskum árgangi 2009 innilega til hamingju og þökkum fyrir frábær kynniÞetta vefsvæði byggir á Eplica