English

Sími 4415800

Fréttir

Breytingar á starfsmannamálum 

3.9.2015

Kæru foreldrar

 

Veturinn leggst vel í alla á Marbakka. Aðlögun hefur staðið yfir síðustu tvær vikur og mun hún klárast um miðjan september.  Búið er að ráða í flest allar stöður leikskólans, einungis  á eftir að ráða í eina hálfsdagsstöðu.  

Nokkrar breytingar hafa orðið á starfsmannamálum,  starfsfólk færði sig að hluta til á milli deilda og nokkrir kvöddu okkur til þess að takast á við ný verkefni og óskum við þeim góðs gengis.  Hólmfríður leikskólastjóri ætlar að setjast á skólabekk næsta vetur og verður í námsleyfi þar til í maí.  Irpa Sjöfn aðstoðarleikskólastjóri er tekin við af henni og Halla Ösp Hallsdóttir leysir af aðstoðarleikskólastjóra stöðuna. 

 

Við hlökkum til þess að takast á við spennandi vetur með ykkur og barnahópnum.

 

Kveðja starfsfólk MarbakkaÞetta vefsvæði byggir á Eplica