English

Sími 4415800

Fréttir

Vegna óveðurs

7.12.2015

Kæru foreldrar

 

Almannavarnir voru rétt í þessu að gefa út yfirlýsingu og hafa sent póst á alla leik- og grunnskóla höfuðborgarsvæðisins.  Þeir hvetja foreldra og forráðamenn til þess að sækja börn sín fyrir kl. 16:00.

  

Hér á Marbakka er töluvert af starfsfólki sem  ekki eru á bílum og þurfa að komast til síns heima með strætó.  Einnig eru starfsmenn sem búa í allmikilli fjarlægð frá vinnustaðnum og þurfa að keyra langar leiðir.  Svo er hér starfsfólk sem á bæði börn í leik- og grunnskólum og þurfa frá að hverfa til þess að sækja sín börn. 

 

Við biðjum því alla foreldra að vera búnir að sækja börnin sín í síðasta lagi kl. 15:30 svo starfsfólk geti sótt sín börn og komist til síns heima. Þetta vefsvæði byggir á Eplica