English

Sími 4415800

Fréttir

Páskaeggjaleit 23. Mars

21.3.2016

Komið þið sælir kæru foreldrar og forráðamenn. 

Miðvikudaginn næsta 23.mars næstkomandi kl.15:00 stendur Foreldrafélag Leikskólans Marbakka fyrir páskaeggjaleit í garð skólans. Þetta er síðasti kennsludagur fyrir páskafrí.

Leitin fer þannig fram að foreldrafélagið felur lítil plastegg víða í garði leikskólans og foreldrar/forráðamenn leita ásamt börnum sínum að einu plasteggi (per barn). Þegar plasteggið er fundið þá er skipt á egginu fyrir lítið páskaegg (með álpappír utan um). Foreldrafélagið mun kaupa mjólkurlaus páskaegg fyrir börn með mjólkuróþol.

Foreldrafélagið býður einnig upp á kleinur og kakó fyrir gesti og gangandi. Á sama tíma afhendum við vörurnar úr fjáröfluninni.

Við vonumst til að sem flestir geti komið og hjálpað barninu sínu að leita.

Páskakveðjur

Foreldrafélag Marbakka Þetta vefsvæði byggir á Eplica