English

Sími 4415800

Fréttir

Sumarhátíð foreldrafélags Marbakka

9.6.2016

Fimmtudaginn 9.júní verður árlega sumarhátíð Leikskólans Marbakka haldin. Við  búumst ekki við neinu öðru en stórbrotnu sumarveðri þar sem sól og sumarhiti kæta okkur í skrúðgöngu undir taktfastri tónlist Skólahljómsveitar Kópavogs.


Hátíðarhöldin hefjast klukkan 14:45 og mun skrúðgangan leggja af stað frá Marbakka stundvíslega klukkan 15:00 en genginn er stuttur hringur þar sem börnin sýna sínar bestu hliðar og leiða foreldra/forráðamenn. Eftir skrúðgönguna er svo safnast aftur saman á túninu norðan megin við Marbakka þar sem elstu börn leikskólans munu skemmta okkur.


Að því loknu verður boðið upp á hina ýmsu viðburði eins og:


  • Krítarstöð
  • Málningarstöð
  • Hljóðfæragerð
  • Byggingasmiðju
  • Leirstöö
  • Listaverkasölu (þar sem verk eftir börnin verða seld gegn frjálsum framlögum)
  • Pylsur og drykki
  • Barnabókaskiptimarkað (hægt að koma með bækur að heiman og skipta þeim út fyrir nýjar)

Og að sjálfsögðu frábæran félagskap......


Hátíðarhöldin eru frá 14:45 til 17:00 og vonumst við til að sjá sem flesta njóta dagsins með börnum okkar.

 

Kær kveðja,


Foreldrafélag Marbakka og Leikskólinn MarbakkiÞetta vefsvæði byggir á Eplica