English

Sími 4415800

Fréttir

Vatnsleki í Marbakka

22.1.2018

Því miður verð ég að láta ykkur foreldra vita að upp kom vatnsflóð í leikskólanum Marbakka í gær og svo aftur í nótt. Nú liggur ljóst fyrir hver staðan er varðandi vatnslekann í leikskólanum. Við verðum því miður að tilkynna ykkur að skólinn verður lokaður í dag. Unnið er að viðgerðum. Við bindum vonir við að dagurinn í dag nægi til að klára viðgerðir.

 Við gerum okkur grein fyrir að þetta veldur flestum ykkar miklum vanda en því miður er lítið við þessu að gera nema að vinna hratt og örugglega að úrbótum og sú vinna er í fullum gangi.

 Vona að þið flest getið sýnt þessu skilning.

 við látum vita í lok dagsins hver staðan verður.

 mbk

 Fríður - leikskólastjóri


Þetta vefsvæði byggir á Eplica