English

Sími 4415800

Fréttir

Fræðslukvöld um kvíða leikskólabarna

6.3.2018

Foreldrafélög Marbakka, Kópasteins og Urðarhóls bjóða ykkur á fræðsluerindi um kvíða leikskólabarna. Fyrirlesari er Elísa Guðnadóttir sálfræðingur.

Fyrirlesturinn verður í Borgum safnaðarheimili Kársnessóknar, Hábraut 1a þriðjudagskvöldið 13. mars og stendur frá kl 20:00 - 21:30

Skráning á fyrirlestur:

https://doodle.com/poll/ezmiczgwrhg5bpcm

Fræðslukvöld um kvíða leikskólabarna

Öll finnum við endrum og eins fyrir kvíða, líka börnin okkar, því kvíði er eðlileg tilfinning og hluti af daglegu lífi og þroska. En stundum eru börn svo feimin, óörugg, áhyggjufull, hrædd eða kvíðin að það kemur í veg fyrir að þau geta tekið þátt í skemmtilegum athöfnum, leik eða nýjum aðstæðum eða notið þess að gera það. Þá fallast foreldrum oft hendur, þeir reyna að vernda börnin sín eftir fremsta megni og stundum virkar það vel en stundum geta leiðirnar sem þeir nota snúist í andhverfu sína, ýtt undir og viðhaldið kvíðavandanum án þess að þeir átti sig á því. 

Á þessu fræðslukvöldi sem er haldið af foreldrafélögum leikskólanna á Kársnesinu mun Elísa Guðnadóttir sálfræðingur á Sálstofunni (www.salstofan.is) fjalla um eðli og birtingarmynd kvíða hjá leikskólabörnum og helstu viðhaldandi þætti. Kynntar verða hagnýtar og einfaldar leiðir sem foreldrar geta nýtt sér til að fyrirbyggja kvíða og kvíðahegðun, draga úr kvíðahegðun og ýta undir hugrekkishegðun, þátttöku og sjálfstæði. Fræðslan getur nýst öllum foreldrum og forráðamönnum, hvort sem þeir eiga barn sem glímir við núverandi kvíðavanda eða ekki.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica