English

Sími 4415800

Mannauður

Mannauður

Hæfir og góðir stjórnendur, leikskólakennarar og starfsfólk er uppspretta öflugs starfs leikskóla bæjarins. Kópavogsbær telur mikilvægt að hlúa vel að mannauðnum  til þess að þekking og faglegt frumkvæði haldi áfram að marka leikskólum bæjarins sérstöðu.  

Leiðir til að tryggja mannauðinn eru að:

  • Leikskólar Kópavogs starfi í samræmi við starfsmannastefnu bæjarins og leikskólanna. 
  • Stefnt skuli að því að stöður við leikskóla Kópavogs séu skipaðar faglærðu fólki.
  • Ófaglærðir fái hvatningu og stuðning til starfsmenntunar og eða leikskólakennaramenntunar.
  • Stuðlað sé að sí- og endurmenntun starfsfólks
  • Leikskólar Kópavogs efli samstarf við háskóla og aðrar menntastofnanir, til að tryggja leikskólunum fagmenntað starfsfólk. 
  • Áhersla sé lögð á stöðugleika í starfsmannahaldi.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica