English

Sími 4415800

Fróðleikur

Vangaveltur um börn og fullorðna

Segðu fyrirgefðu, Siggi, segðu fyrirgefðu“

Við fullorðnu erum stundum mjög upptekin af því að börnin eigi að segja fyrirgefðu ef það hefur slegið, sært eða meitt einhvern, tekið eitthvað sem annar á eða gert eitthvað sem að okkur hinum fullorðu finnst að barnið hafi gert rangt.

Oft gleymum við að hlusta á eða biðja barnið að endurtaka það sem hefur raunverulega gerst, barnið beigir sig undir vilja hins fullorðna án þess að gera sér grein fyrir hvað í raun hafi gerst.

Barnið á að biðjast fyrirgefingar því við hinir fullorðnu viljum kenna því, samkennd og að taka ábyrgð á eigin hegðun en hvað fæst með því að barnið segi vélrænt fyrirgefðu?

Ég hef ekki trú á að barnið læri neitt á því. Því að sá sem lærir eitthvað, breytir einhverju. Það er að segja við viljum sjá hjá börnunum að þau breyti hegðun sinni þannig að þau öðlist skilning á því sem er rétt og rangt.

Þegar skilningurinn er komin, kemur þetta „frá hjartanu“ ekki vélræn endurtekning á einhverju orði. Þegar börn endurtaka eitthvað orð sem fullorðnir segja þeim að segja þá verður engin lærdómur. Þá getur Siggi sagt fyrirgefðu og slegið svo aftur og sagt fyrirgefðu og slegið einu sinni enn, hann var búin að segja fyrirgefðu?!

Mér finnst að hvetja þurfi börnin til að segja með eigin orðum hvað hafi gerst. Með því að nota eigin orð ná þau frekar að halda sig við frásögnina. Svo má spyrja nánar út í atvikið en ekki spyrja afhverju, því börn vita yfirleitt ekki af hverju, þau gera þetta yfirleitt ekki af ásetningi heldur þá bara skeður þetta. En það þíðir ekki að þau geti ekki lært að taka ábyrgð á eigin hegðun og lært samkennd en þau vita bara ekki hvernig þau eiga að fara að því.

Hinn fullorðni þarf að spyrja hvað sagðir þú? Hvað gerði Nonni? Hvað gerðir þú með hendinni? Nota yfirvegaða rödd til að fá barnið til að segja frá samskiptunum.

Ef það eru fleiri börn sem að komu að málinu þá þarf að fá þau þá til aðsegja sína hlið og fá börnin til að hlusta hvert á annað.

Þannig hjálpum við barninu til að byðjast fyrirgefningar og til að skilja hvað í raun hafi gerst.

Á þennan hátt er hægt að fá börn til að læra á tilfinningar sínar og um leið samkennd með öðrum börnum.

Allt lífið erum við að æfa samskipti og samkennd.


Lesa meira

Ull er gull

Hér má finna fróðleik um klæðnað í útiveru.


Lesa meira

Handa- fóta og munnsjúkdómur

  • Veirusjúkdómur sem herjar á börn.  Hann kemur fram sem blöðrur í koki og í lófum og iljum.  Sjúkdómurinn er ekki hættulegur og gengur yfir að sjálfu sér.
  • Orsökin er veira (coxsackie A)
  • Hann smitast bæði með úða- og snertismiti.  Meðgöngutíminn er sá tími sem líður frá því að barnið smitast þar til einkennin koma fram sem er 2 - 3 dagar.  Á meðan blöðrurnar eru til staðar er smithætta á ferð.
  • Einkennin eru margar litlar blöðrur, sérstaklega í koki, á iljum og í lófum.  Blöðrur í koki springa og verða að grunnum sárum sem valda barninu nokkrum sársauka.  Sárin gróa sjálfkrafa á 2 - 4 vikum.  Auk útbrotanna getur vægur hiti, slappleiki og höfuðverkur fylgt sjúkdómnum.
  • Engin sérhæfð meðferð er til, sjúkdómurinn gengur yfir að sjálfu sér.  Ef blöðrurnar eru slæmar í munninum er erfitt fyrir barnið að borða.  Gott er að hafa matin mjúkan, stappa hann eða gefa barninu fljótandi fæði.  Passa þarf að barnið fái nóg að drekka, sérstaklega ef það er með hita.
Lesa meira

Um hlaupabólu

  • Fá allir krakkar hlaupabólu?
  • Hvernig er hægt að koma í veg fyrir of mikinn kláða þegar fólk fær hlaupabólu?
  • Það er ekki víst að allir krakkar fái hlaupabólu, en margir fá hana þar sem hlaupabóla er mjög smitandi sjúkdómur sem berst fyrst og fremst á milli barna. 
  • Hlaupabóla orsakast af veiru (varicella-zoster) sem sem berst á milli fólks með úðasmiti eða með beinni snertingu, til dæmis snertingu við sprungnar blöðrur. Einstaklingur getur smitað aðra allt að þremur dögum áður en hann fær sjálfur útbrot og er smitandi þar til allar bólur hafa sprungið og þornað upp. Veiran er til staðar í vessanum sem er inni í bólunum og því getur einstaklingur smitað meðan einhver vessi er enn til staðar. 
  • Meðgöngutími sjúkdómsins, það er að segja sá tími sem líður frá því að einstaklingur smitast þar til hann fer að fá einkenni, í þessu tilviki bólur, vessafylltar blöðrur og sár, er 10-21 dagur.
Lesa meira


Þetta vefsvæði byggir á Eplica