English

Sími 4415800

Samskiptareglur við aðila utan skólans

Samskiptareglur leik- og grunnskóla Kópavogs við aðila utan skólanna

Samskiptareglur leik- og grunnskóla Kópavogs við aðila utan skólanna

Samskiptareglur við trúar- og lífsskoðunarfélög

1. Samskiptareglur þessar taka ekki til lögbundinnar trúarbragðafræðslu í grunnskólum né ákvæðis í lögum um leik- og grunnskóla um virðingu fyrir kristinni arfleifð íslenskrar menningar. Það er hlutverk skólanna að fræða nemendur um ólík trúarbrögð og lífsskoðanir samkvæmt gildandi lögum og aðalnámskrá.

2.Trúar- og lífsskoðunarfélögum verði ekki heimilt að stunda starfsemi sína í húsnæði skólanna á skólatíma eða í Dægradvöl. Skólastjórnendur og kennarar geta hins vegar boðið fulltrúum trúar og lífsskoðunarfélaga í heimsókn í skólana sem lið í kennslu samkvæmt gildandi aðalnámskrá. Trúar- og lífsskoðunarfélögum er heimilt að kynna barna- og æskulýðsstarf sitt í skólunum með sama hætti og íþrótta- og tómstundafélögum. Ákvarðanir um slíkar kynningar eru á ábyrgð skólastjóra

3. Heimsóknir á helgi- og samkomustaði trúar- og lífsskoðunarfélaga á skólatíma fari fram undir stjórn kennara sem liður í kennslu um trú og lífsskoðanir samkvæmt gildandi lögum og aðalnámskrá. Slíkar heimsóknir eru liður í fræðslu og menningarmiðlun.

4. Undirbúningur fyrir hefðbundnar hátíðir og frídaga sem eru hluti af menningararfleifð þjóðarinnar heldur sessi sínum í skólastarfi.

Samskiptareglur við fyrirtæki, íþrótta- og tómstundafélög og menningarstofnanir

1. Auglýsingar sem beinast að börnum í viðskiptalegum tilgangi eru ekki heimilar innan veggja skólanna. Ekki er heimilt að dreifa auglýsinga- og kynningarefni frá fyrirtækjum með rafrænum hætti.

2. Íþrótta- og tómstundafélög og menningarstofnanir geta samkvæmt ákvörðun skólastjórnenda, kynnt starfsemi sína í skólunum.

(Samþykkt í skólanefnd 3. mars 2014, í leikskólanefnd 4. mars 2014 og í jafnréttis og mannréttindaráði 5. mars 2014)

 Þetta vefsvæði byggir á Eplica