Fréttir og Tilkynningar

Sumarlokun Marbakka

Sumarlokun í Marbakka verður frá hádegi miðvikudaginn 7. júlí og til hádegis fimmtudaginn 5. ágúst. Aðlögun milli deilda hefst föstudaginn 6. ágúst og aðlögun nýrra barna hefst þann 17. ágúst og stendur út mánuðinn. Foreldrar nýrra barna eiga að hafa fengið póst með dagsetningu fyrir sitt barn. Inntaka barna er á lokametrunum og verða foreldrar upplýstir um hvaða deild barn þeirra verður á undir lok maí.

Viðburðir

Farsæld barna

Börn og foreldrar sem á þurfa að halda eiga að hafa aðgang að samþættri þjónustu við hæfi án hindrana. Samþætt þjónustu í þágu farsældar barns er skipulögð og samfelld og hefur það markmið að skapa heildarsýn og ramma um þau þjónustukerfi sem skipta mestu máli fyrir farsæld barna. Hér eru upplýsingar um farsæld barna í Kópavogi.

Öll börn og foreldrar skulu hafa aðgang að tengilið þjónustu í þágu farsældar barns eftir því sem þörf krefur. Hlutverk tengiliðar er fyrst og fremst að veita upplýsingar, aðstoða foreldra og barn og styðja við samþættingu á fyrsta stigi í samræmi við óskir foreldra og/eða barns. Foreldrar og börn geta leitað sjálf beint til tengiliðar eða sent beiðni í gegnum Þjónustugátt Kópavogsbæjar

Tengiliðir leikskólans:

Unnur Ólöf Gunnarsdóttir, sérkennslustjóri Marbakka

unnur.olof.gunnarsdottir@kopavogur.is