Fréttir og Tilkynningar

Nýtt verklag í matstofu vegna Covid-19

Þann 5. mars bárust tilmæli frá Almannavörnum og Landlækni til skólamötuneyta um auknar smitvarnir. Eftir fundi með deildarstjórum og starfsfólki í matstofu var nýtt verklag tekið upp mánudaginn 9. mars. Helsta breytingin er sú að sett er upp skömmtunarstöð fyrir allar máltíðir í matstofu. Þar er matur settur á diska og áhöld afhent. Börnin ráða áfram sjálf hvað og hve mikið þau vilja fá á diskinn. Allir starfsmenn matstofu eru í hönskum við niðurskurð ávaxta og skömmtun og nær það einnig yfir ávaxtastundir á deildum.
 
Markmið með breyttu verklagi er að reyna að koma í veg fyrir annars vegar snertismit sem hætta er á þar sem margir snerta sama áhald og hins vegar dropasmit sem hætta er á þegar matur er tekinn af hlaðborði. Fyrir utan breytingar í matstofunni höfum við aukið sótthreinsun á salernum, hurðahúnum, handriðum og öðrum snertiflötum í leikskólanum yfir daginn. Einnig leggjum við aukna áherslu á handþvott á öllum deildum.

Viðburðir

Vinátta - forvarnarverkefni  Barnaheilla