Fréttir og Tilkynningar

Nýtt verklag í matstofu vegna Covid-19

Þann 5. mars bárust tilmæli frá Almannavörnum og Landlækni til skólamötuneyta um auknar smitvarnir. Eftir fundi með deildarstjórum og starfsfólki í matstofu var nýtt verklag tekið upp mánudaginn 9. mars. Helsta breytingin er sú að sett er upp skömmtunarstöð fyrir allar máltíðir í matstofu. Þar er matur settur á diska og áhöld afhent. Börnin ráða áfram sjálf hvað og hve mikið þau vilja fá á diskinn. Allir starfsmenn matstofu eru í hönskum við niðurskurð ávaxta og skömmtun og nær það einnig yfir ávaxtastundir á deildum.
 
Markmið með breyttu verklagi er að reyna að koma í veg fyrir annars vegar snertismit sem hætta er á þar sem margir snerta sama áhald og hins vegar dropasmit sem hætta er á þegar matur er tekinn af hlaðborði. Fyrir utan breytingar í matstofunni höfum við aukið sótthreinsun á salernum, hurðahúnum, handriðum og öðrum snertiflötum í leikskólanum yfir daginn. Einnig leggjum við aukna áherslu á handþvott á öllum deildum.

Viðburðir

Farsæld barna

Börn og foreldrar sem á þurfa að halda eiga að hafa aðgang að samþættri þjónustu við hæfi án hindrana. Samþætt þjónustu í þágu farsældar barns er skipulögð og samfelld og hefur það markmið að skapa heildarsýn og ramma um þau þjónustukerfi sem skipta mestu máli fyrir farsæld barna. Hér eru upplýsingar um farsæld barna í Kópavogi.

Öll börn og foreldrar skulu hafa aðgang að tengilið þjónustu í þágu farsældar barns eftir því sem þörf krefur. Hlutverk tengiliðar er fyrst og fremst að veita upplýsingar, aðstoða foreldra og barn og styðja við samþættingu á fyrsta stigi í samræmi við óskir foreldra og/eða barns. Foreldrar og börn geta leitað sjálf beint til tengiliðar eða sent beiðni í gegnum Þjónustugátt Kópavogsbæjar

Tengiliðir leikskólans:

Unnur Ólöf Gunnarsdóttir, sérkennslustjóri Marbakka

unnur.olof.gunnarsdottir@kopavogur.is