Fréttir og Tilkynningar

Skólahald á næstunni

Í ljósi blaðamannafundar sem er nýlokið þá fer nú af stað vinna í leikskólanum í samráði við menntayfirvöld og Kópavogsbæ við að útfæra það sem rætt var á fundinum. Upplýsingar verða sendar út þegar við vitum meira en biðjum foreldra um að sýna því skilning að við þurfum að gefa okkur tíma til funda með okkar fólki og útfæra skólastarfið í framhaldi. Skólahald í dag verður áfram með sama hætti og áður hefur verið gefið út.

English summary: Dear parents, we are currently working with the educational office of Kópavogur to organise the preschool with regards to recent decisions made by health authorities about public gatherings. We will inform you as soon as we have more information, there are no changes to the schoolday today.

Viðburðir

Farsæld barna

Börn og foreldrar sem á þurfa að halda eiga að hafa aðgang að samþættri þjónustu við hæfi án hindrana. Samþætt þjónustu í þágu farsældar barns er skipulögð og samfelld og hefur það markmið að skapa heildarsýn og ramma um þau þjónustukerfi sem skipta mestu máli fyrir farsæld barna. Hér eru upplýsingar um farsæld barna í Kópavogi.

Öll börn og foreldrar skulu hafa aðgang að tengilið þjónustu í þágu farsældar barns eftir því sem þörf krefur. Hlutverk tengiliðar er fyrst og fremst að veita upplýsingar, aðstoða foreldra og barn og styðja við samþættingu á fyrsta stigi í samræmi við óskir foreldra og/eða barns. Foreldrar og börn geta leitað sjálf beint til tengiliðar eða sent beiðni í gegnum Þjónustugátt Kópavogsbæjar

Tengiliðir leikskólans:

Unnur Ólöf Gunnarsdóttir, sérkennslustjóri Marbakka

unnur.olof.gunnarsdottir@kopavogur.is