Sumarlokun Marbakka

Sumarlokun í Marbakka verður frá hádegi miðvikudaginn 7. júlí og til hádegis fimmtudaginn 5. ágúst. Aðlögun milli deilda hefst föstudaginn 6. ágúst og aðlögun nýrra barna hefst þann 17. ágúst og stendur út mánuðinn. Foreldrar nýrra barna eiga að hafa fengið póst með dagsetningu fyrir sitt barn. Inntaka barna er á lokametrunum og verða foreldrar upplýstir um hvaða deild barn þeirra verður á undir lok maí.