Skipulagsdagur 25.september
Fyrsti skipulagsdagur skólaársins er föstudaginn 25. september og þá er leikskólinn lokaður börnum. Viðfangsefni skipulagsdagsins er starfið á haustönn þar sem deildir skipuleggja verkefni og hópastarf fyrir næstu vikur. Einnig ætlum við að ræða saman um hugmyndafræði matstofunnar okkar og halda almennan starfsmannafund.