Fríður lætur af störfum sem leikskólastjóri

Þann 1. desember lét Fríður leikskólastjóri af störfum eftir farsælt starf hér í Marbakka. Þriðjudaginn 8. desember var henni haldið lítið kveðjuhóf og afhenti hún leikskólanum handbók um Reggio Emilia stefnuna sem hún tók saman nú í haust. Handbókinni er ætlað að vera leiðarvísir og stuðningur við faglegt leikskólastarf í anda Reggio og mun koma að góðum notum í Marbakka. Fríði voru þökkuð hennar mikilvægu störf í þágu barna í þau tæpu 20 ár sem hún hefur leitt leikskólastarfið. Staða leikskólastjóra verður auglýst innan tíðar en á meðan gegnir aðstoðarleikskólastjóri störfum leikskólastjóra.