Góður aðbúnaður í leikskólum er ein af forsendum þess að börn og starfsmenn nái árangri. Starfsumhverfi stuðli að öryggi og vellíðan barna og starfsmanna og laði fram það besta í hverjum einstaklingi.
Leiðir til tryggja öryggi eru að:
- Öryggisstaðlar séu virtir. Áætlanir um öryggismál séu til staðar í öllum leikskólum og endurskoðaðar reglulega.
- Húsnæði, lóðir og búnaður leikskólanna séu í samræmi við kröfur um gæði og öryggi starfsmanna og barna.
- Í eldri leikskólum sé unnið að nauðsynlegum endurbótum til að uppfylla kröfur á hverjum tíma.
- Til staðar sé áætlun til að bregðast við slysum og áföllum.