Gæðamat

Í reglugerð um mat og eftirlit í leikskólum frá 2009, segir í 3. grein: “Hver leikskóli skal með kerfisbundnu innra mati leggja mat á árangur og gæði skólastarfs. Innra mat skal byggja á fjölbreyttum gögnum sem taka mið af viðfangsefnum hverju sinni og skulu starfsfólk, foreldrar, börn og foreldraráð taka þátt í því eftir því sem við á. Virkt innra mat skal vera samofið annarri starfsemi leikskóla og skapa forsendur fyrir markvissri skoðun á árangri, leiðum að markmiðum og aukinni ábyrgð leikskóla á eigin starfi. Innra mat skal vera umbótamiðað og ná til allra helstu þátta skólastarfsins.

Leikskólar skulu birta á vefsvæði sínu, eða með öðrum opinberum hætti, upplýsingar um framkvæmd innra mats, helstu niðurstöður og umbótaáætlun. Einnig skal sýnt fram á tengsl innra mats við skólanámskrá, starfsáætlun og stefnu sveitarfélagsins um leikskólahald“.

Leikskólar Kópavogs skulu gera grein fyrir matsaðferðum, framkvæmd og niðurstöðum innra gæðamats, svo og umbótaáætlun, í ársskýrslu og starfsáætlun leikskólans.

Sjáflsmatsskýrsla 2023 - Skólaárið 2022-2023 endurmetið.

Sjálfsmatsskýrsla 2022 - Skólaárið 2021-2022 endurmetið.