Gæðamat

Í reglugerð um mat og eftirlit í leikskólum frá 2009, segir í 3. grein: “Hver leikskóli skal með kerfisbundnu innra mati leggja mat á árangur og gæði skólastarfs. Innra mat skal byggja á fjölbreyttum gögnum sem taka mið af viðfangsefnum hverju sinni og skulu starfsfólk, foreldrar, börn og foreldraráð taka þátt í því eftir því sem við á. Virkt innra mat skal vera samofið annarri starfsemi leikskóla og skapa forsendur fyrir markvissri skoðun á árangri, leiðum að markmiðum og aukinni ábyrgð leikskóla á eigin starfi. Innra mat skal vera umbótamiðað og ná til allra helstu þátta skólastarfsins.

Leikskólar skulu birta á vefsvæði sínu, eða með öðrum opinberum hætti, upplýsingar um framkvæmd innra mats, helstu niðurstöður og umbótaáætlun. Einnig skal sýnt fram á tengsl innra mats við skólanámskrá, starfsáætlun og stefnu sveitarfélagsins um leikskólahald“.

Leikskólar Kópavogs skulu gera grein fyrir matsaðferðum, framkvæmd og niðurstöðum innra gæðamats, svo og umbótaáætlun, í ársskýrslu og starfsáætlun leikskólans.

Eftirfarandi matsaðferðir eru notaðir í öllum leikskólum Kópavogs:

ECERS matskvarðinn er venjulega lagður fyrir annað hvert ár, síðari hluta leikskólaárs á ári með oddatölu. Ráðlegt er samt að nýjir leikskólar eða þeir sem hafa gengið í gegnum breytingar eða þróun leggi hann fyrir árlega.

Starfsmannamat Þessir listar inniheldur mat starfsmanns á eigin starfi, samstarfi og framkvæmd í leikskólanum og mat á stjórnun hans. Starfsmannamatslista svara allir starfsmenn annað hvert ár (á ártali með sléttri tölu).

Foreldramatslisti er að jafnaði lagður fyrir annað hvert ár, sama árið í öllum leikskólum Kópavogs, á ártali með oddatölu. Foreldramat er unnið af leikskólaskrifstofu, en hver leikskóli fær sínar niðurstöður.

Mat barna. Allir leikskólar Kópavogs gera mat barna árlega, og velja þá leið sem notuð er hverju sinni.

Ef ástæða þykir til er hægt að samþykkja að eitt árið sé notuð samræmd leið til að afla samræmdra upplýsinga.

 

Ytra mat
Foreldrakonnun-2013 (PDF skjal)

 

Innra mat
Samkvæmt reglugerð ber leikskóla að móta aðferðir til að meta uppeldisstarfið svo og stjórnunarhætti, samskipti innan leikskólans og tengsl við aðila utan hans. Í leikskólum Kópavogs er ECERS kvarðinn, sem tekur til allra þátta í leikskólastarfinu, notaður við matið og einnig eru sérstakir listar til að meta samstarf og samskipti starfsfólksins.
Utreikningar-a-ECERS-nidurstodum-2011 

 

Mat barnanna á starfinu
Mat-elstu-barna-a-starfi-skolans (PDF skjal)