Foreldrar
Í leikskólanum Marbakka er lögð sérstök áhersla á að taka vel á móti öllum, börnum og foreldrum. Markmiðið er að allir finni fyrir vingjarnlegu viðmóti og trausti.
Foreldrafélag er starfandi í leikskólanum, í því sitja foreldrar frá hverri deild ásamt tengilið frá leikskólanum. Foreldrafélagið skipuleggur ýmsa skemmtilega viðburði fyrir börnin í samstarfi við leikskólann.
Í leikskólanum er einnig starfrækt foreldraráð, í því eru þrír foreldrar sem funda reglulega með stjórnendum skólans og meta faglegt starf leikskólans.