Foreldraráð Leikskólans Marbakka starfar skv. 11 gr. laga um leikskóla (nr. 90/2008, breytt með l. 38/2009):

Kjósa skal foreldraráð við leikskóla og skal leikskólastjóri hafa frumkvæði að kosningu í ráðið. Í foreldraráði sitja að lágmarki þrír foreldrar. Skal kosning til foreldraráðs fara fram í september á ári hverju og skal kosið til eins árs í senn. Foreldraráð setur sér starfsreglur. Leikskólastjóra ber að starfa með foreldraráði. Leikskólastjóri getur sótt um undanþágu til sveitarfélags um stofnun foreldraráðs ef gildar ástæður eru fyrir hendi, svo sem vegna fámennis í leikskóla.

Hlutverk foreldraráðs er að gefa umsagnir til leikskóla og nefndar, sbr. 2. mgr. 4. gr., um skólanámskrá og aðrar áætlanir sem varða starfsemi leikskólans. Þá skal ráðið fylgjast með framkvæmd skólanámskrár og annarra áætlana innan leikskólans og kynningu þeirra fyrir foreldrum. Foreldraráð hefur umsagnarrétt um allar meiri háttar breytingar á leikskólastarfi.

Í foreldraráði sitja:

Dór Sif Ingadóttir. Tölvupóstfang: dorasifi@gmail.com

Eydís Inga Valsdóttir. Tölvupóstfang: eydisvalsdottir@gmail.com

Hafrún Lilja Jakobsdóttir. Tölvupóstfang: hafrun@vive.is

María Ósk Sverrisdóttir. Tölvupóstfang: mos15@hi.is