Foreldrafélag

Foreldrafélag er starfandi við leikskólann.

Á haustfundi leikskólans eru kosnir 10 fulltrúar foreldra 5 aðalmenn og 5 varamenn í foreldrafélag. Einnig er 1 fulltrúi frá leikskólanum í foreldrafélaginu. Foreldrar greiða ákveðna upphæð í sjóð sem notaður er í ferðir, leiksýningar o.fl. Upphæðin er ákveðin af foreldrum. Foreldrum er gerð grein fyrir ráðstöfun sjóðsins sem er innheimtur af foreldrafélagi. Verkefni foreldrafélaga eru margvísleg og geta félögin stutt mjög vel við starfið í leikskólunum og því er það hagur hvers leikskóla að hafa öflugt og virkt foreldrafélag. Landssamtök foreldrafélaga í leikskólum styðja við bakið á foreldrafélögum og veita ýmsar upplýsingar. Tilgangur og markmið félagsins er að standa vörð um hagsmuni og velferð barnanna og stuðla að auknu samstarfi foreldra og starfsmanna leikskólans. Foreldrar, feður jafnt sem mæður eru hvattir til að taka virkan þátt í starfi foreldrafélagsins.

  • Formaður foreldrafélagsins er Agnes Ósk Valdimarsdóttir
  • Varaformaður foreldrafélagsins er Inga Maren Rúnarsdóttir
  • Gjaldkeri foreldrafélagsins er Jóhanna Erla Birgisdóttir
  • Ritari foreldrafélagsins er Elizabeth Sargent
  • Fulltrúi starfsmanna er Gígja Sigurðardóttir 

 Aðrir fulltrúar foreldrafélagsins eru: