Læsisstefna Marbakka

Þann 26. maí 2015 skrifuðu bæjarstjóri Kópavogs, fulltrúi foreldra í Kópavogi og menntamálaráðherra undir þjóðarsáttmála um læsi, þar sem menntamálayfirvöld og sveitarfélagið einsetja sér að bæta læsi barna í Kópavogi. Framtíðarsýn skólasamfélagsins miðar að því að efla málþroska barna og styrkja getu og leikni þeirra í lestri og lesskilningi. Hver leik- og grunnskóli hefur sín sérkenni og mótar eigin aðferðir til þess að ná markmiðum í stefnu Kópavogsbæjar um mál og lestur þannig skilum við nemendum okkar vel undirbúnum fyrir áframhaldandi nám, líf og leik í nútíma samfélagi.

Leikskólinn Marbakki styðst í starfinu við hugmyndafræði Reggio Emilia.  Í henni er lagt upp með að umhverfi skólans sé einn af sterku þáttum náms barna. Því er í skólanum byggt á að starfshættir leikskólans stuðli að fjölbreyttu og hvetjandi umhverfi. Þegar horft er til læsis og læsisstefnu er horft til þess að umhverfi skólans  efli áhuga barnanna á læsi og bæti árangur þeirra í málþroska og lesskilningi.  Kennarar skólans notast við  fjölbreyttar og skapandi kennsluaðferðir sem stuðla að jákvæðu viðhorfi til læsis, auki færni og gefi börnum færi á að tjá sig á margvíslegna hátt. Hér má nálgast Læsisstefnu Kópavogs .