Í leikskólanum Marbakka hafa verið unnin mörg þróunarverkefni í gegnum tíðina.

Nýjasta verkefnið er þróun handbókar um snemmtæka íhlutun sem fleiri leikskólar í Kópavogi hafa verið að vinna að undir leiðsögn Ásthildar Bj. Snorradóttur talmeinafræðings. Sérstök áhersla í bókinni er á málþroska.  

Markmið handbókarinnar í Marbakka er að setja fram á einfaldan og aðgengilegan hátt fyrir starfsfólk og foreldra það helsta sem skiptir máli varðandi snemmtæka íhlutun í leikskólanum. Við hvetjum ykkur til að skoða handbókina og hafa samband við leikskólann ef frekari upplýsinga er óskað.

Handbókina er að finna hér.