Í leikskólanum Marbakka hafa verið unnin mörg þróunarverkefni í gegnum tíðina.

Á síðustu árum hefur skólinn tekið þátt í tveimur þróunarverkefnum. Annars vegar samstarfsverkefni þriggja leikskóla í vesturbæ Kópavogs (Marbakki, Kópasteinn, Urðarhóll) og Kársnesskóla, um samþættingu skólastiga.

Hins vegar tók leikskólinn þátt í fjölþjóðlegu rannsóknarverkefni í samvinnu við Sýklarannsóknardeild Landspítalans sem bar nafnið EURIS. Tilgangur verkefnisins var að leita svara við því hvort hægt væri á einhvern hátt að bregðast við útbreiðslu fjölónæmra pneumókokka hjá leikskólabörnum.

Báðum þessum rannsóknum er formlega lokið.

Nýlega hóf leikskólinn þátttöku í nýrri rannsókn sem starfsmenn Sýklarannsóknardeildar Landspítalans vinna að, PREVIS. Hún hefur að markmiði að kanna hvaða þættir valda því að sum börn sýkjast alvarlega af völdum pneumókokka.

Í framhaldi af skólaverkefnunum ákváðu leikskólarnir þrír að taka inn námsefnið Stig af stigi og gengur það starf vel og hefur náð að festa sess í starfinu.

Stig af stigi er námsefni sem hefur verið þýtt og staðfært að íslenskum aðstæðum. Það hefur að markmiði að auka félags- og tilfinningaþroska barna á aldrinum 4 - 10 ára.