• Stöðvavinna er starfsaðferð sem hentar vel til að nálgast áhugasvið barna
  • Starfsaðferð þar sem börnin vinna á sínum forsendum, út frá sínum áhuga
  • Auðvelt að skapa umhverfi þar sem hægt er að hafa í boði mismunandi efnivið til að vinna með, rannsaka og finna úrlausnir.
  • „Verkfæri“ eða vinnuaðferð sem getur tekið á og þjálfað marga þroskaþætti í einu, það á meðal eru þeir námsþættir sem Aðalnámskrá leikskóla byggir á og leikskólarnir vinna eftir
  • Góð leið til að minna börnin á hvað þau hafi sagt áður, rifja upp með þeim fyrri spurningar þeirra, tillögur og viðbrögð.
  • Gefur kost á að fylgjast með hvað börnin gera og hvernig þau gera það
  • Eflir sjálfsstæði barna, virkni og sköpun
  • Börnin læra að vinna saman, í stórum eða litlum hópum
  • Leikskólakennarar þurfa að vera tilbúnir að grípa hugmyndir barnanna á lofti
  • Lýðræði skipar stóran sess í stöðvavinnu vegna þess að þar er mikil samvinna. Með samvinnu, bæði fullorðinna og barna, fæst dýpri og betri þekking og skilningur á viðfangsefnum heldur en ella fengist